Hlutverk
American-Scandinavian Foundation (ASF) er að efla
og vinna að auknum samskiptum Bandaríkjanna og
Norðurlandanna fimm, Danmerkur, Íslands,
Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, í mennta- og
menningarmálum. ASF var stofnað árið 1910 og er
rekið með víðtækum stuðningi ríkisstjórna
Norðurlandanna, fyrirtækja og einstaklinga..
Samtökin hafa séð um veitingar styrkja til náms og
starfsþjálfunar, útgáfustarfsemi og margvíslegra
menningarviðburða. Höfuðstöðvar ASF eru í New York
en stuðningsaðilar og meðlimir ASF er að finna um
víða veröld?
Stjórn samtakanna er í höndum einstaklinga frá
Bandaríkjunum og öllum Norðurlöndunum, sem hafa
víðtæk sambönd og starfsleg tengsl í löndunum.
Þjóðhöfðingjar Norðurlandanna fimm eru verndarar
American Scandinavian Foundation. Að undangenginni
fjársöfnun, sem myndarlega var studd af Íslands
hálfu, réðst ASF á árið 1998 í byggingu
Scandinavia House við 56-58 Park Avenue á miðri
Manhattan. Þessi bygging var vígð árið 2000. Hún
hefur að geyma samkomusal, sýningaraðstöðu, funda-
og móttökusvæði, lestrarstofu helgaða Halldóri
Laxness, veitingaaðstöðu m.m., auk skrifstofu
American Scandinavian Foundation.
Íslensk-ameríska félagið hefur nána samvinnu við
ASF, einkum er varðar styrkveitingar til íslenskra
námsmanna í Bandaríkjunum. Frá upphafi hafa yfir
24 þúsund ungir Norðurlandabúar og Bandaríkjamenn
notið góðs af fyrirgreiðslu samtakanna við nám,
rannsóknir og ýmsa þjálfun.
Tímarit ASF, Scandinavian Review, hefur verið
virtur vettvangur skrifa um Norðurlöndin frá því
það kom fyrst út árið 1913. Útgáfa ritsins er
studd af Norrænu ráðherranefndinni og nær
útbreiðsla þess til áhrifaaðila í bandarísku
þjóðlífi.
ASF rekur myndarlega heimasíðu og er slóðin:
www.amscan.org
- sjá einnig tengingu af síðu Íslensk-ameríska
félagsins. |